fbpx
Bleikt

Sigga Dögg um kynlíf með vélmennum: „Við erum í raun sjálf að blörra línuna“

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 6. maí 2018 21:00

Undanfarið hafa reglulega birst fréttir um að háþróuð kynlífsvélmenni séu handan við hornið og að slíkar vélar gætu hreinlega leyst maka af holdi og blóði af hólmi. Þannig lýsti stærðfræðiprófessor við Harvard-háskóla því yfir á dögunum að þess væri ekki langt að bíða þar til kynlífsvélmenni,  myndu taka yfir hlutverk karlmanna milli lakanna. Slík vélmenni eru til í dag en markaðurinn er lítill enda er tæknin enn frekar ófullkomin. Bylting gæti átt sér stað ef vélmennin verða gædd gervigreind eins og virðist vera í þróun. Hvað sem verður þá tekur þessi tækni stöðugum framförum og samhliða því kvikna margar siðferðislegar spurningar. Kynfræðingurinn Sigga Dögg hefur kynnt sér þennan heim vélræns losta og fór yfir helstu atriði með blaðmanni Bleikt.

„Fyrir það fyrsta þá eru kynlífsvélmenni ekki eitthvað nýtt. Þessi tækni er fyrir löngu komið á markað en vissulega frekar frumstæð fyrst um sinn. Þróunin hefur verið ör undanfarið og það sem er nýjast núna er þessi gervigreind og hversu tæknileg vélmennin eru orðin,“ segir Sigga Dögg í samtali við blaðamann.

Fólk lítur ekki á þetta sem hvert annað eldhústæki

„Það er til heimildarmynd þar sem tekið er viðtal við fólk sem býr með vélmennum og upplifa þau sem makann sinn en það eru náttúrlega ekki vélmenni með gervigreind, það er verið að þróa þau núna. Mér finnst svo fyndið þegar fólk segir að þetta sé ekkert frábrugðið því að eiga önnur kynlífstæki eins og til dæmis titrara, því þeir eru yfirleitt ekki persónugerðir. Það er annað með þessar dúkkur, þá er yfirleitt allt valið á þær frá a–ö. Þú getur valið á þær neglur, augnhár, háralitinn og jafnvel augnlok. Þú ert að búa til persónu í þínum huga og svo eru notuð rökin að þetta geti læknað einmanaleika. Sumir sem eiga svona vélmenni tala um það að þeir séu ekki einmana lengur af því að þeir eiga svona dúkku. Þá erum við náttúruega að sjá að fólk lítur ekki á þetta sem hvert annað eldhústæki. Maður réttir ekki einhverjum sleif og segir að hann geti nú hætt að vera einmana. Þannig að við erum í raun sjálf að blörra línuna.“

Sigga Dögg segir að fólk í sambúð þurfi að setja sína eigin skilgreiningu á hvort það líti á kynlíf með vélmenni sem framhjáhald eða einfaldlega kynlífstæki.

Fólk klæðir þær upp og spjallar við þær

„Það var viðtal við einn mann sem átti svona dúkkur, svo eignaðist hann kærustu og hún sagði að henni væri meinilla við þetta og fyndist þetta mjög skrítið. Hann væri að klæða þær upp, horfa með þeim á sjónvarpið og að spjalla við þær eins og þær væru bara hver önnur manneskja.  Þetta er alveg lína sem fólk þarf að setja niður. Þetta er risastórt, fólk er að drösla heim til sín alveg 50 kílóa 160 sentimetra flykki.

Sigga segir að stærsti kaupendahópurinn í dag séu karlmenn, bæði af karlvélmennum sem og kvenvélmennum.

„Mig minnir að það séu framleiddar 9 kvendúkkur á móti hverri einni karldúkku.“

Aðspurð hvað henni sjálfri finnist um þá staðreynd að hægt sé að láta útbúa vélmenni sem líkist annarri manneskju segir Sigga að víkka þurfi umræðuna.

„Það er löngu komið á markaðinn að þú getir keypt mót af frægum klámleikurum. Bæði píku, rassgat, typpi og jafnvel brjóst. Ég veit ekki hvort þú getir pantað dúkku sem lítur út alveg eins og Angelina Jolie í dag en mér finnst við alveg vera á leiðinni þangað. Þá er þetta einmitt spurningin hvort við höfum einhver lög sem ná yfir þetta, hver er réttur okkar sem einstaklinga? Mér sjálfri finnst þetta siðferðislega tæpt, ég hef ekki áhuga á því að einhver panti dúkku sem lítur út alveg eins og ég og að viðkomandi geti gert við hana hvað sem hann vill.“

Vélmennin verða enn persónulegri

Sigga segir mikið hafa verið fjallað um svipuð málefni í bíómyndum og þáttum upp á síðkastið.

„Maður veltir líka fyrir sér spurningunni hversu auðvelt fólk á með að greina raunveruleikann frá fantasíunni þegar þetta er komið upp í hendurnar á þeim. Ég tala nú ekki um gervigreindina, eins og við erum að sjá núna til dæmis í þáttunum Black Mirror á Netflix og bíómyndina HER en þau útfærðu þetta nokkuð vel en þar gastu hlaðið inn allskyns og þá mun vera hægt að persónugera vélmennin enn frekar. Við sjáum að þróun gervigreindar er í þessa átt, hún á að læra inn á okkur og þetta er tölva. Það er ekki ólíklegt að þróunin verði þannig að hægt verði að hlaða upplýsingum um fólk í vélmennin, það væri hægt að ná í röddina mína og hala niður öllum opinberum gögnum um mig. Er þá það eina sem aðskilur mig og dúkkuna hjartsláttur og svokölluð sál? Þetta er svakalegt, ég er búin að halda nokkra fyrirlestra um þetta og fólk bara gapir.“

Sigga Dögg á erfitt með að geta sagt til um það hvort kynlíf með vélmennum sé eðlileg þróun en tekur hún þó fram að á allri tækniþróun sé möguleg skuggahlið.

„Ég held ekki að þetta dragi úr ofbeldi. Það var einu sinni þannig að í meðferð við reiði þá var mælt með því að til þess að fá útrás að þá ætti að kýla í kodda. En sú aðferð hefur verið afsönnuð og hún virkar ekki til þess að fá útrás fyrir árásargirni. Þannig að ég hef enga trú á því að þetta muni minnka ofbeldi á konum né leysa vændi af. Þetta er allt annað.“

Ekki risastór rúnkmúffa

Sigga Dögg segir að þeir einstaklingar sem stunda reglulega kynlíf með vélmennum og hafa komið opinberlega fram tali ekki um sjálfsfróun heldur að þeir séu að njóta ásta.

„Þeir segja að þeir séu að njóta ásta með dúkkunum og að þetta sé þeirra maki og félagi. Þeir tala ekki um þetta sem risastóra rúnkmúffu. Það er mikilvægt að þetta sé rannsakað miklu meira og dýpra, það eru ekki margir í dag sem eru að rannsaka þetta en þeir sem eru að því eru að opna á ótrúlega áhugaverðar siðferðilegar spurningar.“

Samkvæmt Siggu eru framleidd kynlífsvélmenni í Japan sem líta út eins og börn en Sigga telur það algjörlega hvort sinn hlutinn.

„Þetta er eitthvað sem þarf að skoða mjög vel, Kanada er til dæmis búið að setja reglur um að barnakynlífsvélmenni séu bönnuð. Ég veit ekki til þess að við á Íslandi séum búin að marka okkur slíka stefnu en þetta er algjörlega hvort sinn hluturinn. Það er ekki hægt að setja barn og kynlíf í sömu setninguna og kynlíf fullorðinna, það er ekkert til sem heitir kynlíf barns og fullorðins, það er bara ofbeldi. Það eru einhverjir fræðimenn sem hafa velt því fyrir sér hvort þetta muni hjálpa þeim sem hafa barnagirnd en ég er ekki viss um það. Fólk persónugerir hluti, þetta er í okkur. Við sjáum til dæmis bara Tom Hanks í Castaway, hann persónugerir bolta. Þannig að ég held að við séum á mjög grárri línu.“

Sigga Dögg segist vilja sjá tæknifyrirtæki á Íslandi halda málþing um tækni, siðferði og kynlíf.

„Bretar, Bandaríkjamenn og Danir eru búnir að halda ráðstefnu og málþing um þessa hluti og ég myndi vilja sjá það hér á Íslandi.

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kynlíf undir áhrifum

Kynlíf undir áhrifum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?