fbpx
Bleikt

Bakaðar kartöflur með beikon og cheddar að hætti Hönnu

Fagurkerar
Mánudaginn 30. apríl 2018 10:30

Nú þegar grillsumarið er framundan þá má ég til með að deila með ykkur þessari uppskrift af mínum uppáhalds bökuðu kartöflum sem eru engu líkar.

Þessar kartöflur eru dekur kartöflur og ég vara ykkur við að þegar þið smakkið þá verður ekki aftur snúið.

Byrjum á því að taka kartöflurnar og stinga lítil göt á hýðið með gaffli.

Nudda ólífuolíu á allt hýðið og inn í ofn á bökunarpappír í klukkutíma á 200 gráðum

Klukkutíma síðar hefst dekrið fyrir alvöru.

Kartöflurnar skornar í tvennt og mjög varlega er skafið innanúr þeim og yfir í skál. Geymum hýðið þar til síðar

IMG_20180421_173449

Út í kartöflu fyllinguna set ég smjör , vel af salti og pipar og hræri saman – Hér er mikilvægt að hræra ekki of mikið þar sem við viljum ekki fá kartöflumús, viljum halda í áferðina af bökuðum kartöflum.

Því næst set ég beikonkurl útí blönduna og hræri saman.

IMG_20180421_174425

þá þarf að fylla hýðin aftur varlega með skeið.

Svo toppum við þetta með rifnum cheddar og setum inn í ofninn þannig að osturinn bráðni og myndi æðislegan ostatopp

IMG_20180421_174909

Gleðilegt grillsumar  😀
IMG_20180421_180716
Ps. þið finnið mig á snapchat : Hannsythora

Fagurkerar
Fagurkerar.is er ein af stærstu bloggsíðum landsins og samanstendur af þeim Hönnu Þóru, Hrönn, Siggu Lenu, Tinnu, Anítu Estívu og Þóreyju. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera miklir fagurkerar á mismunandi sviðum.
Við leggjum okkur fram við að vera fræðandi, skemmtilegar og persónulegar. Einnig leggjum við áherslu á það að sýna lífið eins og það er í raun og veru.

www.fagurkerar.is

Þið finnið okkur á Snapchat, Instagram og Facebook undir : Fagurkerar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?