fbpx
Bleikt

Miðjarðarhafs-megrunarkúrinn nýjasta æðið – Matseðill:

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 21:00

Reglulega koma upp nýir megrunarkúrar sem fólk stekkur á og vonast til þess að það sé sá eini rétti fyrir þau og muni komi þeim í draumaformið.

Nýjasti kúrinn kallast Miðjarðarhafskúrinn og nú þegar hafa fimm rannsóknir frá læknisdeild Harvard greint frá því að þessi kúr sé sá besti til þess að hjálpa fólki að grennast.

Ekki nóg með það að vera góður fyrir aðhaldið þá hefur þetta mataræði einnig góð áhrif á hjartað, augun og heilann. Hann á jafnvel að hjálpa fólki að lifa lengur.

Samkvæmt Popsugar er einnig auðveldara að aðlaga sig Miðjarðarhafskúrnum heldur en til dæmis keto mataræði sem og föstum.

Lisa Mastela matarráðgjafi sagði að mataræðið ætti að fylgja þessari formúlu: Helmingurinn máltíðar á að vera grænmeti/ávextir, einn fjórði á að innihalda kornmeti og einn fjórði á að innihalda fisk eða annan próteingjafa sem einnig inniheldur örlítið af heilbrigðri fitu.

Hér fyrir neðan má sjá gott matarplan frá Miðjarðarhafs kúrnum:

Morgunmatur:

 • Hafrar með berjum og hnetum
 • Grísk jógúrt með möndlum og jarðarberjum – ristað heilhveitibrauð til hliðar
 • Egg með spínati, sveppum, lauk, tómötum og brúnum hrísgrjónum

Hádegismatur / Kvöldmatur:

 • Fiskur með gufusoðnu brokkolí og dökkum grjónum – ólífuolíu yfir
 • Linsubaunasúpa með salat til hliðar sem inniheldur grænmeti og quinoa – ólífuolía og edik yfir
 • Skál með svörtum baunum, sæt kartafla, kál, gulrætur og avocado – graskersfræ og brún grjón með

Millimál / Eftirréttir:

 • Ávextir og grænmeti
 • Smá biti af osti (ekki daglega)
 • Grænt te
 • Dökkt súkkulaði ( í hófi)
 • Í lagi er að njóta þess að fá sér vínglas en þó ekki á hverjum degi
Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?