fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Inglot Cosmetics: Farðaðu þig með Jennifer Lopez snyrtivörum

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. apríl 2018 18:00

Jennifer Lopez hefur í áratugi veitt konum innblástur og verið tákn fyrir snyrtivöruframleiðendur og konur um allan heim. Í samræmi við hið heimsfræga snyrtivörumerki Inglot Cosmetics hefur hún framleitt „limited-edition“ línu af snyrtivörum. Um er að ræða fallegar förðunarvörur sem sameina sýn Inglot og Jennifer á kvenleika og býður línan upp á fjölmargar leiðir fyrir konur til að tjá sig með förðun.

Loksins getur þú fengið þinn eigin JLo Glow.

Jennifer hannaði línuna fyrir konur sem eru alltaf á ferðinni, einsog hún sjálf. Hún er þekkt fyrir margþætta vinnu sína sem ýmist söngkona, leikkona eða dansari og ekki má gleyma hinu mikilvæga móðurhlutverki. Línan leyfir konum að skapa sinn eigin stíl, hvort sem þær eru að leitast eftir náttúrulegu útliti eða „glamour” útliti, innblásin af persónulegum stíl Jennifer Lopez.

Línan samanstendur af 70 mismunandi förðunarvörum, allt frá því að vera varalitir, augnskuggar, augnhár og pallettur og hver einasti litur var valinn af Jennifer sjálfri.

Síðustu helgi setti Inglot Cosmetics saman glæsilega dagskrá í Las Vegas fyrir helstu áhrifavalda förðunarheimsins. Þar að auki völdu þeir tíu lönd sem fengu að senda áhrifavald til þess að taka þátt, og var Ísland eitt af þeim.

„Við hjá Inglot á Íslandi völdum Sunnevu Einarsdóttur til að fara fyrir okkar hönd og sýndi hún frá helginni inn á Instagram, bæði sínu og hjá Inglot Iceland,“ segir Guðrún Líf Björnsdóttir rekstrarstjóri Inglot Cosmetics. „Línan er einstaklega gljáandi og falleg, tilvalin fyrir komandi sumar þar sem tískuspekingarnir segja að „glowing skin“ verði aðalatriðið í sumar.

3. maí næstkomandi mun Inglot Cosmetics halda glæsilegan viðburð í samstarfi við Kringluna, þar sem gjafapokar, sýnikennsla, veitingar og afslættir verða í boði.

Jennifer Lopez línan byrjaði í sölu í dag um allan heim og hér á landi er hægt að versla þær í Inglot Kringlunni og á heimasíðunni.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“