fbpx
Bleikt

Heimatilbúið Guacamole að hætti Þóreyjar

Fagurkerar
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 10:30

Nýjasta æðið mitt í eldhúsinu er að gera mitt eigið guacamole.

Þetta er ekki bara ferskt & gott, heldur er þetta gott með svo rosalega mörgu. Þetta er æðislegt með nachos flögum, ofan á tortilluna eða með rísköku.

Ég veit að ég er ekkert að finna upp hjólið, en ég ætla að deila með ykkur uppskriftinni minni sem sló algjörlega í gegn á snappinu mínu um daginn.

GUACAMOLE

2 Avocado

1 box Piccolo tómatar

1/3 rauðlaukur

1 hvítlauksrif

2-4 msk grísk jógúrt

Dass af sítrónusafa eða lime safa (fer eftir því hvort ég á til í ísskápnum hverju sinni)

Oggulítið af salti & pipar

AÐFERÐ

Mauka avocadoið og saxa og blanda saman rest og VOILÁ!

Svo er leyni – innihaldsefnið sett út í að lokum til þess að halda salatinu/ífdýfunni grænni á meðan hún stendur á borðinu… að setja steinninn úr avocadoinu út í skálina!

30831315_10156104207436413_1464830494_n

 

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir notendanafninu: thoreygunnars

Færslan birtist upphaflega á Fagurkerar.is

Fagurkerar
Fagurkerar.is er ein af stærstu bloggsíðum landsins og samanstendur af þeim Hönnu Þóru, Hrönn, Siggu Lenu, Tinnu, Anítu Estívu og Þóreyju. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera miklir fagurkerar á mismunandi sviðum.
Við leggjum okkur fram við að vera fræðandi, skemmtilegar og persónulegar. Einnig leggjum við áherslu á það að sýna lífið eins og það er í raun og veru.

www.fagurkerar.is

Þið finnið okkur á Snapchat, Instagram og Facebook undir : Fagurkerar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?