fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Ingibjörg var fórnarlamb hefndarkláms: ,,Þetta er mér að kenna, hvað var ég að hugsa?“

Öskubuska
Mánudaginn 23. apríl 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

” Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum, birtir eða dreifir myndefni, ljósmyndum, kvikmyndum eða sambærilegum hlutum þar sem einstaklingur er sýndur nakinn eða á kynferðislegan hátt án samþykkis þess sem á myndunum er, skal sæta fangelsi allt að 1 ári en allt að 2 árum ef brot er stórfellt.”
– 
Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (bann við hefndarklámi).

Ef þetta væri svona einfalt. Að maður myndi lenda í þessu og manneskjan sem dreifði myndunum væri sótt til saka. Það er ekki svona einfalt, íslenska dómskerfið virkar ekki svo vel. Fyrir rúmlega ári síðan fékk ég skilaboð á facebook frá stelpu sem ég þá þekkti mjög lítið. Skilaboðin voru svona:

 ingibjorg
Vill lata þig vita að það er verið að deila nektarmyndum af þer a netinu

,,Þetta er mér að kenna, hvað var ég að hugsa?“

Um leið og ég las þessa setningu fann ég að hjartað mitt byrjaði að slá hraðar, 1000 hugsanir byrjuðu að þjóta í gegnum hausinn á mér á ógnarhraða, en sú sem hljómaði hæst var “þetta er mér að kenna, hvað var ég að hugsa, hvað mun fólki finnast um mig núna” – af hverju hugsaði ég þetta? Jah, því það er búið að kenna okkur að þetta sé einhver ljótur hlutur sem maður eigi að skammast sín fyrir, að senda einhverri tiltekinni manneskju sem maður treystir, myndir af sér fáklæddum eða nöktum. Þetta er hins vegar ekki flóknara en það að manneskjan sem maður sendir myndirnar til hefur engan rétt til að dreifa þeim áfram á einn eða annan hátt.

Hvað ef börnin sjá myndirnar?

Næstu hugsanir voru allar á þá leið að ég ætti fjölskyldu, hvað ef þau myndu sjá þessar myndir? Það sem fer á netið fer ekkert af netinu, ég á börn, vini, samstarfsmenn. Hvernig gæti ég horft framan í mömmu mína og sagt henni frá þessu? Næstu daga og vikur á eftir pældi ég í því hvort allir sem ég hitti hefðu séð þessar myndir og væru nú að hugsa ólýsanlega hluti um mig, hvers konar stelpa leyfði þessu eiginlega að gerast? Sem betur fer á ég ótrúlega stuðningsríka fjölskyldu og þau lögðu sig öll fram við að passa að ég vissi að þetta væri ekki mér að kenna. Ég hefði ekki gefið leyfi til að þessar myndir færu lengra en til aðilans sem ég sendi þær til.

Hefur ekkert að fela

Ég komst svo að því síðar að þessar myndir fóru ansi víða og margir í kringum mig höfðu séð þær, ég reyndi að bursta þetta af mér og segja fólki að mér væri alveg sama, en mér var ekki sama. Ég var niðurlægð, ég skammaðist mín meira en orð fá lýst, en af hverju? Af hverju skammaðist ég mín? Ég ákvað þá að þetta væri bara svona, ég gæti ekki tekið þetta til baka. Ég ætla ekki að skammast mín fyrir þetta, ég hélt ég gæti treyst manneskjunni sem myndirnar fóru til – en það var greinilega ekki þannig og núna veit ég það. Ég ákvað líka að ég hefði ekkert til að skammast mín fyrir, hvorki það sem er á myndunum eða það að hafa tekið þær.

Ég tók valdið til baka, ég ræð ekki hvað annað fólk gerir – en ég ræð yfir viðbrögðum mínum við því (Takk mamma!) Ég er stolt, og það sem meira er, ég hef ekkert að fela.

Færslan birtist upphaflega á Öskubuska.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum

Nestlé dælir sykri í vörur ætlaðar börnum í fátækum ríkjum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Xavi fundaði með Barcelona í dag

Xavi fundaði með Barcelona í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Breytingar á leikstöðum í Bestu deildinni – FH spilar heimaleik á Ásvöllum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.