fbpx
Bleikt

Einfaldar og skemmtilegar hugmyndir að DIY leikföngum fyrir sumarið

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 23. apríl 2018 15:00

Nú þegar sólin er farin að lýsa upp daginn og hlýrra er í veðri, þá fyllast fljótlega rekkar verslana af allskonar litríku og skemmtilegu útidóti fyrir börnin.

Leikföng og leiktæki þurfa hins vegar ekki að vera flókin eða dýr til þess að börn hafi gaman af þeim og oftar en ekki eru það hinir einföldustu hlutir sem börnin hafa hvað mest gaman að.

Það gæti því verið skemmtilegt verkefni fyrir foreldra og börn að útbúa sín eigin leiktæki úr einföldum hlutum sem eru jafnvel til fyrir á heimilinu.

Afþreyingin og spennan sem börnin fá út úr því að byggja sín eigin leiktæki og leikföng er líklega alveg jafn skemmtileg og að fá svo loksins að leika sér með tækin.

Bleikt tók saman lista af leiktækjum og leikföngum sem flest eiga að vera tiltölulega auðveld í framkvæmd og uppsetningu.

Þessi skemmtilega samsetning af máluðum gömlum dekkjum ætti að vekja mikla kátínu meðal barnanna
Að fá að mála á steina úr náttúrunni er jafn skemmtilegt og að leika sér með þá eftir að þeir eru tilbúnir
Flest öll börn elska að klifra og er þessi litla klifurgrind rosalega einföld. Skemmtilegt er að bæta við efnisbútum og þá er einnig komið lítið tjald

 

Þeir sem ekki eiga sandkassa geta keypt plastbox og útbúið heilan heim af skemmtun fyrir börnin
Hlutirnir þurfa ekki að vera flóknir til þess að vera skemmtilegir. Hér er búið að útbúa eldhús úr gömlum palletum og vaski
Þeir sem eru nokkuð handlagnir ættu að geta útbúið svona vegasalt
Þessi klifurgrind er ekkert rosalega flókin en virkilega skemmtileg
Gömul dekk er hægt að nýta í margt. Meðal annars klifurgrind, vegasalt og sandkassa. Það eina sem þarf er hugmyndaflugið
Krakkarnir myndu elska að fá að mála sín eigin hús úr blómapottum
Ótrúlega einföld en skemmtileg hugmynd að bílabraut sem endist lengi

Þetta eldhús er örlítið flóknara í gerð en með góðum tíma og þolinmæði er allt hægt
Þetta borð er algjör snilld og svakalega auðvelt í gerð ef hægt er að útvega sér rúllunni
Einföldustu hlutirnir eru þeir allra skemmtilegustu. Málaðir trébútar sem hægt er að stökkva á milli myndu vekja mikla lukku
Mylluborð sem búið er til frá grunni er alltaf skemmtilegt
Endalaust hægt að leika sér með gömul dekk
Gömul dekk geta líka orðið að rólum
Gamalt dekk og viðarbútur getur orðið að ágætis rugguhesti
Vatnsborð vekur alltaf lukku og með lagni og þolinmæði er hægt að útbúa svona borða sjálfur með réttu verkfærunum
Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kynlíf undir áhrifum

Kynlíf undir áhrifum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?