fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Sigga Lena stefnir á að eiga barn án maka: ,,Ég er búin að velja sæðisgjafa“

Fagurkerar
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 11:09

Sigga Lena / Höfundur greinar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta mánuðinn eða svo hef ég verið í hálfgerðri lægð, lægð frá samfélgasmiðlum og mjög lítið gert annað en að vinna. Vinna, safna mér pening svo ég geti haldið áfram að ná markmiðum mínum. Eins og þið eflaust vitið flest er stærsta markmið ársins að stofna mína eigin fjölskyldu. (Hægt er að lesa um það hér) 

SuccessPrinciplesILearnedfromMySingleMom

Það sem er að frétta af ferlinu hjá mér er að ég er búin að fara í allar skoðanir, blóðprufur og viðtal hjá Félagsráðgjafa. Allt saman kom vel út og fannst mér virklega hjálplegt að tala við Félagsráðgjafann. Hún sagði mér frá allskonar hlutum sem ég hafði ekkert pælt í og opnaði augun mín enn frekar fyrir því hvernig það er að vera einstök móðir.

Stundum er svolítið magnað hvað maður getur verið fastur í sínum eigin kassi og ekki alveg séð út fyrir hann, það hjálpaði mér alveg helling að fara til hennar og ég vona sem flestar nýti sér þekkingu hjá fagaðilum þegar kemur að þessum málum.

Aftur á móti var næst á dagskrá að klára að velja sæðisgjafa. Ég er búin að hafa aðgang að European Sperm Bank síðan í byrjun janúar og mörgum sinnum í viku hef ég farið inn að skoða og lesa mér til um tugi sæðisgjafa. Þetta er mikill frumskógur og eiginlega mjög erfitt val. En það var einn dag núna í mars sem að ég fann loksins gjafa. Hann tikkaði í öll boxin sem ég var búin að búa til sem er kannski svolítið brenglað þar sem þú veist sennilega meira um sæðisgjafann en einstakling sem þú ert búin að vera í sambandi með í ár.

EN ég er búin að velja! ?

Interesting-Facts-About-Sperm-You-May-Not-Know-1-770x402

Á næstu mánuðum ætla ég svo að láta vaða í þetta stóra verkefni sem er fyrir höndum. Ég er spennt, stressuð, hamingjusöm og allt þar á milli.

Vonandi fylgist þið spennt með þessu ferðalagi.

Hægt er að fylgjast með Siggu Lenu í ferli sínu á Snapchat og Instagram: siggalena

Færslan birtist upphaflega á Fagurkerar.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum