Bleikt

Ragga nagli: „Gleymdu mistökunum, mundu lærdóminn“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 19:30

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um að við eigum að gleyma mistökunum, en muna lærdóminn.

Við gefum Röggu nagla orðið:

Gleymdu mistökunum.
Mundu lærdóminn.

Ef þú tekur vitlausa beygju út úr hringtorgi þá heldurðu ekki áfram að krúsa tóma þvælu þvers og kruss um bæinn og þrykkir yfir á rauðu ljósi.

Bara af því þú gerðir ein mistök

Ef þú missir úr lykkju þegar þú prjónar þá rekurðu ekki upp hálfa peysuna, trampar á prjónunum og slítur sundur garnið.

Bara af því þú gerðir ein mistök.

Ef þú brýtur disk við uppvaskið þá tekurðu ekki restina af mávastellinu úr skápnum og grýtir því í gólfið og hendir svo kristalglösunum út um gluggann.

Bara af því þú gerðir ein mistök.

„Nú er allt ónýtt, get alveg eins eyðilagt meira…..“

Sama gildir um mataræði.

Ef þú beygðir af heilsubrautinni með sósuðu sveittmeti og hleyptir á skeið um sykurhúðaðar hveitilendur þá er engin ástæða til að stinga sér til sunds í transfitu þar sem eftir lifir dags.

Bara af því þú gerðir ein mistök.

Leggðu lærdóminn á minnið ef þú vilt ekki að atburðurinn endurtaki sig.
Með því að velta þér upp úr fortíðinni með vísifingur á lofti gagnvart sjálfinu fóðrar þú samviskubitið og það byrgir þér sýn að læra og gera betur næst.

Gleymdu mistökunum.
Mundu lærdóminn.

Facebooksíða Röggu nagla.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Björgvin sýnir hina hliðina: „Ég myndi gefa Geir Ólafs hárblásarann minn, ég þarf hann ekki lengur“

Björgvin sýnir hina hliðina: „Ég myndi gefa Geir Ólafs hárblásarann minn, ég þarf hann ekki lengur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“