fbpx
Bleikt

Fjölskylduvinur Anítu misnotaði hana kynferðislega: „Ég vaknaði úti í móa með buxurnar á hælunum“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 20:00

Aníta Guggudóttir hefur upplifað mikinn kvíða og hræðslu eftir að hafa lent í alvarlegu áfalli þegar náin fjölskylduvinur misnotaði hana kynferðislega.

„Ég lenti í þeirri ömurlegu stöðu að vera nauðgað af ógeðslegum manni. Hann var ekki bara einhver maður heldur var hann fjölskylduvinur sem náði okkur öllum á sitt band. Við treystum honum og ég gat leitað til hans,“ segir Aníta í bloggfærslu sinni.

Vissi að hann bæri tilfinningar til sín

„Ég vissi svo sem að hann væri með einhverjar tilfinningar gagnvart mér og vildi hann oft fá mig í heimsókn, helst eina. Hann hafði talað við mig um það hvað honum langaði til þess að stunda kynlíf með mér en ég tók ekki mark á því af því að ég taldi hann vera fullkomin vin sem ég gat leitað til með allt.“

Það var á áramótunum 2016 þegar Aníta var komin vel í glas að líf hennar átti eftir að breytast til frambúðar.

„Ég bauð honum að kíkja til okkar í partý sem hann gerði. Hann kom í smá stund eftir miðnætti og var ég orðin vel ölvuð á þeim tíma. Ég var ekkert að spá í neinu nema að skemmta mér en svo fann ég allt í einu að mig langaði aðeins út að ganga. Ég bauð honum að koma með mér því mig langaði að spjalla við hann sem minn besta vin, eða það hélt ég. Þegar út var komið spjölluðum við saman eins og venjulega en svo sá hann hvernig ástandið á mér var og bað mig um að koma út í móa. Ég var orðin það drukkin að ég gat varla gengið.“

Vaknar með buxurnar á hælunum

Aníta gengur með manninum út í móa þar sem hún ákveður að leggjast niður vegna ástands síns.

„Ég fann að ég var orðin mjög þreytt og leggst niður, rétt áður en ég sofna þá finn ég að hann er að snerta mig. Hann káfar á mér en ég varð svo máttlaus að ég gat voða lítið gert. Hann hélt áfram og ég fann að hann fór með hendurnar ofan í buxurnar mínar. Þá logna ég út af en vakna svo stuttu síðar þar sem ég var með buxurnar alveg niðri á hælunum. Þegar ég lít upp og sé hann þá er hann að girða upp um sig og festa beltið á buxunum.“

Aníta gengur með manninum sem misnotaði hana aftur heim í veisluna þar sem fólk fór að taka eftir því að hann hagaði sér öðruvísi en vanalega.

„Hann stoppar við í nokkrar mínútur en lætur sig svo hverfa allt í einu. Nokkrum dögum síðar fer ég að rifja þetta allt upp í vinnunni og ákvað að senda honum skilaboð. Hann biðst afsökunar á því að mér líði illa en ég hágrét bara. Ég fer að vinna en ég verð öll stjörf og líður mjög illa. Ég fer því inn á klósett þar sem ég brotnaði alveg niður og læt manninn minn vita af stöðunni.“

Vildi ekki trúa þessu upp á besta vin sinn

Fyrstu viðbrögð mannsins hennar voru mikil reiði út í manninn og skildi hann ekki hvers vegna Aníta hafði ekki greint honum strax frá aðstæðum.

„Ég var bara drulluhrædd og vildi ekki trúa þessu öllu. Mér leið illa að einn af mínum bestu vinum hafi brotið á mér og eyðilagt stóran hluta af mér og mínu sjálfstrausti. Síðan kom yfirmaður minn og skammaði mig fyrir það að taka mér langa pásu á klósettinu og því fannst mér ég ekki geta leitað til eins né neins.“

Fljótlega ákvað Aníta að hafa samband við lögfræðing sinn og leita sér hjálpar.

„Ég sagði honum hverju ég hefði lent í og hann gerði allt sem hann gat til þess að hjálpa mér. Hann hefur samband við félaga sinn hjá kynferðisbrotadeild Reykjavíkur þar sem ekki var möguleiki að leita aðstoðar hér á Suðurnesjum þar sem þessi maður var samstarfsaðili Lögreglunnar hér. Ég vissi að þeir myndu aldrei trúa mér þar sem þessi maður leikur sig fullkomin í augun allra. Ég hef síðan þetta gerðist heyrt af fleiri stelpum sem hafa lent illa í honum en ekki þorað að stíga fram.“

Hefur lagt fram kæru og vonar það besta

Níu mánuðum síðar lagði Aníta fram kæru en þó er hún enn hrædd við geranda sinn.

„Ég var skíthrædd og er það enn. Ég veit ekki hvernig framhaldið verður en núna er allavegana formleg skýrslutaka búin og ég skelf og kvíðir hræðilega fyrir framhaldinu. Ég hef ekki mikið í höndunum gagnvart honum svo þetta gæti allt eins verið tekið sem orð gegn orði og fellt niður. Þá er hann laus sinna mála og heldur áfram að klæmast í stelpum. Núna er voðalega lítið sem ég get gert annað en að bíða og vona það besta.“

Ritstjórn Bleikt
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kynlíf undir áhrifum

Kynlíf undir áhrifum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?

Hrollvekjandi heimagerðir búningar Íslendinga á Halloween – Þorir þú að kíkja?
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“

Aníta Rún: „Það er ekkert til sem heitir stelpu eða stráka litir – Þetta eru bara litir“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?

Anna girnist yngri mann: Er 23 ára aldursmunur í lagi?