fbpx
Bleikt

Ellý fór úr að ofan í beinni: „Meira að segja Rikka roðnaði“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. apríl 2018 17:35

Ellý Ármanns kom í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100. Þar ræddu hún um málverk, hvernig hún kynntist nýjum kærasta og svo húðflúr sem hún hefur fengið sér nýlega. Málverk Ellýjar hafa vakið eftirtekt en hún málar sjálfsmyndir.

,,Það gengur vel að selja nektarmyndirnar, þar hitti ég á eitthvað. Þetta er ekki eitthvað sem fer fyrir brjóstið á femínistum, fólk greinilega lítur á þetta sem list og hengir upp í forstofunni hjá sér.“

Þá barst talið að nýjum húðflúrum Ellýjar. „Sýndu okkur nýja tattúið,“ sagði Jón Axel Ólafsson, einn stjórnendanna. Eftir að hafa dáðst að húðflúrinu stutta stund bætti Jón Axel við: „En hringurinn í brjóstunum, hvar er hann?“

„Jón Axel,“ sagði Rikka í umvöndunartón en hún stýrir einnig þættinum.

„Hvar eru myndavélarnar hérna í stúdíóinu?“ spurði Ellý á móti og vippaði sér svo úr bolnum.

„Fyrir þá sem eru ekki að horfa, þá reif hún sig úr að ofan,“ sagði Ásgeir Páll Ágústsson hlæjandi en undrandi og bætti við: „Meira að segja Rikka roðnaði.“

„Samt er ég með púður,“ skaut Rikka inn í en Ásgeir átti lokaorðið um þetta óvænta útspil Ellýjar. „Þetta á eftir að toppa áhorfið á Hemma Gunn í gamla daga!“

Jón Axel deildi einnig myndskeiðinu á Facebook. Þar sagði hann:

„Ellý kom í heimsókn í morgun í Ísland vaknar. Ný ást, ný tattú og nýjar myndir. Ellý lætur ekkert stoppa sig. Ekki laust við að viðtalið hafi tekið óvænta stefnu, þegar hún vippaði sér úr á ofan til að sýna maga-tattúið!“

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið sem tekið var upp í morgun þegar þátturinn var sýndur:

Ritstjórn DV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?