Bleikt

Bleikt
Föstudagur 20.apríl 2018
Bleikt

Móðir áttar sig á sprenghlægilegum mistökum sínum

Aníta Estíva Harðardóttir skrifar
Laugardaginn 14. apríl 2018 14:00

Það er enginn vafi um það að mæður eru frábærar. Líkami þeirra gengur í gegnum níu mánaða meðgöngu og í kjölfar hennar tekur við fæðing til þess að koma nýju barni í heiminn.

Allir foreldrar geta gert mistök þegar kemur að uppeldi barnanna enda er foreldrahlutverkið eitt það erfiðasta sem einstaklingar taka að sér.

Gemma Colley gerði á dögunum smávægileg mistök sem hún gat þó hlegið að og ákvað að deila þeim með fleirum og setti hún söguna á Facebook.

Gemma fór í brúnkumeðferð á stofu til þess að fríska örlítið upp á útlit sitt. Það var ekki fyrr en nokkrum klukkutímum síðar sem hún áttaði sig á því hvað hún hafði gert.

Nokkrum klukkutímum eftir að Gemma kom heim gaf hún syni sínum, sem enn er á brjósti, að drekka. Þegar leið á daginn sá hún að brúnkuspreyjið hafði smitast yfir á andlit drengsins og gat hún ekki annað en hlegið að mistökum sínum.

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af