fbpx
Bleikt

Er sögð hafa hrækt á barnsföður systur sinnar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. apríl 2018 11:30

Þær sögusagnir ganga fjöllum hærra á alnetinu að veruleikastjarnan Kim Kardashian hafi hrækt á barnsföður systur sinnar, körfuboltakappann Tristan Thompsons.

Undanfarnir dagar hafa vafalaust reynst systur hennar, Khloé Kadarshian, erfiðir en hún var á loka metrum meðgöngunnar þegar upp komst um framhjáhaldið og fæddi svo dóttur þeirra Tristans í gærmorgun í Cleveland.

Á atvikið að hafa átt sé stað á spítalanum þar sem Khloé átti dóttur þeirra þegar Tristan mætti til að vera viðstaddur fæðingu dóttur sinnar.  Tristan spilar með körfuboltaliðinu Cleveland Cavaliers og ákvað Khloé að fæða í Ohio til að vera sem næst kærastanum á loka stigum meðgöngunnar. Undanfarna daga hafa þrjár konur stigið fram og sagst hafa verið í tygjum við Tristan eftir að samband hans og Khloé hófst. Tvö myndbönd hafa verið birt á netinu þar sem maður áþekkur Thompson sést kyssa stúlkur á næturklúbbum. Einnig birtist klippa úr kynlífsmyndbandi sem sagt er vera af Tristan en það hefur þó verið óstaðfest og ekki fullvitað hvort það sé raunverulega af honum.

 

 

Ritstjórn DV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?