fbpx
Bleikt

Kvæntir karlar klæmast í Köru: „Ég var sárkvalin“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. apríl 2018 11:12

Kara Kristel förðunarfræðingur og kynlífsbloggari er í opinskáu viðtali við Fréttablaðið í dag. Ræðir hún meðal annars hvernig það var að verða móðir aðeins 18 ára gömul.

„Ég var strax viss um að ég vildi eignast barnið en ég fann að margir dæmdu mig. Eftir stend ég með þriggja ára gullmola sem er þvílíkt hamingjusamur og heilbrigður, hefur átt skemmtilegt líf og á vonandi annað eins í vændum. Hann gefur mér óendanlega mikið.“

Fæðingin var erfið því sonur hennar festist hann í grindinni. Í kjölfarið bólgnaði höfuðið og því erfitt að koma honum út.

„Ég var sárkvalin og búin að vera með hríðir í sextán klukkustundir þegar fæðingarlæknirinn kom inn með sogklukkur, en í sama mund fann ég kraftinn koma yfir mig til að koma honum í heiminn sjálf.“

Kara mælir þó ekki með þó ekki með því við aðrar stúlkur að vera mæður ungar.

„Maður þarf ekki að eiga börn ungur; það er nógur tími til þess seinna. Ef ung stelpa verður ólétt er það þó ekkert til að skammast sín fyrir eða líða illa yfir.“

Hún ræðir einnig hvernig það hvað opinská hún sé gefi fólki líklega ekki rétta mynd af því hvernig hún raunverulega sé. Í raun hafi hún ekki ekki sofið hjá það mörgum, sem virðist vera algengur misskilningur.

,,Ég fæ mikið af skilaboðum frá körlum, og líka giftum mönnum, sem vilja ýmist spjalla, klæmast eða gera mér ósæmileg tilboð. Mér finnst það pirrandi, svara þeim í engu og held mínu striki.“

Um ástæðuna fyrir því að hún fór upphaflega að blogga segir Kara Kristel:

„Kynlíf er mér hugleikið af mörgum ástæðum. Upphaflega vildi ég skrifa um eitthvað sem ég sjálf vildi lesa en þá gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu margir höfðu áhuga á að lesa um það sama. Ég fékk fljótt mikið af fyrirspurnum frá stelpum um hluti sem þær vissu ekki og margt af því ætti að vera kennt í skólum en er það ekki.“

Hún vill hvetja fólk til að vera duglegt að prófa sig áfram og njóta.

„Ég hvet alls ekki til þess að fólk eigi marga rekkjunauta en fólk má njóta kynlífs með þeim sem það vill. Það er ekkert ljótt við það á meðan það er ekki saknæmt né særir aðra. Enn þykir hallærislegt að halda fram hjá þegar fólk er í sambandi en ef það er á lausu, hverjum er ekki sama hvað það gerir? Í dag þykir bara eðlilegt að prófa sig áfram og eiga marga bólfélaga en sjálf get ég ekki sofið hjá bara einhverjum heldur þarf ég að þekkja hann.“ segir Kara Kristel.

 

Ritstjórn DV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?