fbpx
Bleikt

Andrea Sveinsdóttir getur ekki stundað kynlíf: „Algjörlega lokað og ómögulegt að typpi fari inn í píkuna á mér“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. apríl 2018 13:10

Andrea Sveinsdóttir. Mynd/Instagram:andreasveinsdottir

„Síðan í vor hef ég átt við vandamál að stríða sem ég hef ekki viljað tala um til þessa, en hefur skapað mikil vandkvæði fyrir mig. Ég hef ekki getað stundað kynlíf. Það hefur verið mjög sársaukafullt og hefur í raun ekki tekist í þau skipti sem ég hef reynt.“

Þannig hefst blogg hinnar 23 ára gömlu Andreu Sveinsdóttur, þar sem hún opnar sig um falinn sjúkdóm, sem kallast vaginism. Hún er búsett í Noregi og nokkuð þekkt þar vegna þátttöku í Paradis Hotel. Andrea tjáir sig opinskátt um málið á bloggsíðu sinni og dregur ekkert undan. „Það hefur verið alveg lokað þarna niðri, algjörlega lokað […] Algjörlega lokað og ómögulegt að typpi fari inn í píkuna á mér,“ segir hún í blogginu.

Í samtali við TV2 sagði hún að hún hafi lengi velt því fyrir sér hvort hún ætti að deila þessu með lesendum bloggsíðunnar en hafi á endanum ákveðið að skrifa um þetta og hafi þá skrifað langa og ítarlega færslu. Bloggsíða Andreu er vinsæl í Noregi og hún er virkur bloggari.

„Ég hugsaði með mér að það væru örugglega margar aðrar konur sem glíma við þennan vanda og vita ekki hvað veldur. Mörgum finnst þetta of persónulegt til að blogga um en ef ég hefði lesið færslu um þetta fyrir sex mánuðum hefði ég geta tekið miklu fyrr á vandanum.“

Vaganismi er lýsing á spennuástandi sem gerir það að verkum að vöðvar við leggangaropið verða svo spenntir að í sumum tilfellum er ekki einu sinni hægt að setja fingur eða bómullarpinna inn í leggöngin.

Andrea Sveinsdóttir. Mynd/Instagram:andreasveinsdottir

En það hefur ekki farið vel í alla hversu opinská Andrea er um sjúkdóminn og hefur fengið ýmsar athugasemdir frá fólki.

„Hefur þú hugleitt að þessi færsla þín mun verða til þar til líf sólarinnar endar? Ef þú sækir um vinnu og þeir gúggla þig og sjá að þú átt í vandræðum með að taka á móti getnaðarlim í leggöngin?“

Skrifaði einn lesandi til hennar. Í samtali við TV2 sagði hún að fólk hafi einnig sagt að hún væri klikkuð að deila svona persónulegu efni og að hún ætti að leita til sálfræðings.

„Þetta er svo gamaldags hugsunarháttur. Við verðum að þora að ræða málin. Eftir að ég deildi sögu minni heyrði ég í gömlum vinkonum sem glíma við þetta sama vandamál og engin okkar vissi að hin glímdi við þetta.“

Ritstjórn DV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?