fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Karen Mjöll slitnaði mikið við fæðingu: „Andskotinn, verð ég svona að eilífu“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 13:00

Versti ótti Karenar Mjallar á meðgögunni var að hún myndi slitna illa. Þegar hún var gengin fulla meðgöngu taldi hún sig heppna að hafa sloppið vel en það breyttist fljótt í fæðingunni.

„Eins og margar verðandi mæður skilja þá var minn versti ótti að slitna á meðgöngunni þó svo að það sé eðlilegasti hlutur í heimi,“ segir Karen í færslu sinni á Mamiita.

Karen segist hafa notað Bio Oil olíu á hverjum degi til þess að reyna að koma í veg fyrir slitin.

„Fæðingin tók langan tíma og ég var mjög verkjuð lengi. Eftir að ég átti sagðist Atli hafa horft á magann á mér verða röndóttan í rembingnum. Ég slitnaði alveg ótrúlega mikið bara á þessum þrjátíu mínútna rembing.“

Karen segist muna vel eftir því þegar hún leit á magann á sér eftir fæðinguna.

Verð ég svona að eilífu

„Ég man ég hugsaði: „Andskotinn, verð ég svona að eilífu.“ Þetta er ekki hugsun sem á að koma upp í hausinn á manni og ég vil bara segja ykkur mæðrum það að ég hef lært að elska slitin mín. Þau komu af ástæðu og skammast ég mín ekkert fyrir þau. Þau minna mig bara á það fallega sem líkaminn minn gekk í gegnum og gullfallegu verðlaunin sem maður fær í staðinn. En hins vegar hefur verið auðvelt fyrir mig að minnka þau og lýsa þau upp með því að bera olíu á mig. Þau munu aldrei fara alveg en þau ná að dofna með smá hjálp.“

Hægt er að fylgjast með Kareni og fleiri bloggurum Mamiita á Snapchat: mamiita.com

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“