fbpx
Bleikt

Framhjáhald skekur Kardashian-fjölskylduna – Tristan hótað lífláti og sagður hataðasti maður Bandaríkjanna

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 12:02

Aðdáendur Khloe Kardashian hafa fylkt sér á bak við stjörnuna eftir að það spurðist út að kærasti hennar, körfuboltakappinn Tristan Thompson, hefði haldið ítrekað framhjá henni.

Þetta er konan sem Tristan sást kyssa um helgina.

Khloe og Tristan eiga von á barni saman en þau hafa verið saman síðan árið 2016.

Tristan, sem er 27 ára, spilar með Cleveland Cavaliers í bandarísku NBA-deildinni. Hann lék með liði sínu í gærkvöldi gegn New York Knicks þar sem áhorfendur bauluðu á hann vegna fréttanna.

Allt snýst þetta um fréttir af framhjáhaldi Thompson en hann er sagður hafa haldið framhjá Kardashian með fleiri en einni konu. Hann sást kyssa konuá  skemmtistað í New York um helgina. Síðar um kvöldið sást hann fara með umræddri konu, sem sögð er 28 ára, á Four Seasons-hótelið sem hann dvaldi á. Þau sáust svo yfirgefa hótelið saman á sunnudag.

Önnur kona steig nýlega fram og sagðist hafa átt í ástarsambandi með Tristan. Gekk hún svo langt að segja að hún væri ólétt og barnið væri mögulega Tristans. Þessar fréttir hafa ekki fallið vel í kramið hjá aðdáendum Khloe enda er hún komin tæplega níu mánuði á leið.

Þúsundir aðdáenda Khloe hafa sent Tristan skilaboð á Twitter þar sem fúkyrðum hefur rignt yfir hann. Hefur honum meðal annars verið hótað lífláti og verið sagður hataðasti maður Bandaríkjanna.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?