fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Bráðfyndið myndband þegar Sunna neyddist til þess að raka af sér allt hárið

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 10:22

Sunna Rós Baxter neyddist til þess að raka af sér allt hárið eftir að hún notaði heimatilbúna djúpnæringu og tók hún allt ferlið upp á sprenghlægilegt myndband.

„Seinasta laugardag fór ég í ungbarnasund og eftir að hafa þvegið á mér hárið setti ég það í teygju og pældi ekkert meira í því fyrr en daginn eftir,“ segir Sunna í færslu á bloggsíðu sinni.

Eftir að heim var komið ákvað Sunna að útbúa heimatilbúna djúpnæringu til þess að leysa örlitla flækju sem var í hári hennar eftir sundið.

„Ég blandaði saman sítrónusafa, hunangi og kókosolíu og úr varð „dreadlocks“ blanda frá helvíti og framhaldið má sjá á myndbandinu sem ég læt tala sínu máli. Ég mæli með popp og kók áður en þið ýtið á play.“

Í samtali við blaðamann segist Sunna vera búin að kynnast annari hlið á lífinu eftir að hárið fékk að fjúka.

„Ég held ég fari ekkert til baka, kannski ekki alveg svona stutt. En svona eins og þetta átti að vera. Ég þarf samt að fara að kaupa mér húfu þar sem ennisbandið mitt er ekki að gera neinum greiða.“

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“