fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

9 hlutir sem komu Sögu Dröfn á óvart í kjölfar fæðingar: „Ég hef ekki enn þorað að kíkja þarna niður“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Dröfn Haraldsdóttir eignaðist dóttur sína fyrir rúmlega tíu vikum síðan og var margt sem kom henni á óvart í kjölfar fæðingarinnar.

Skrifaði hún því niður níu hluti í færslu á bloggi sínu Mæður, sem henni grunaði ekki að myndu há henni eftir að hún eignaðist barnið sitt og gaf Saga Bleikt góðfúslegt leyfi til þess að birta þá hér.

  1. Kúlan

    Þegar þú labbar inn á spítalann ertu með stóra fallega harða kúlu, en þegar þú labbar út af spítalanum ertu eins og blaðra sem hefur verið blásin upp þangað til hún er við það að springa og hleypt svo loftinu út.
    Þó að barnið er komið út og þér finnst þú orðin svo grönn aftur líturðu samt enn þá út eins og þú ert komin 6 mánuði á leið.. þú ert samt ekki með þessa fallegu kúlu sem þú varst með, núna minnir hún meira á prumpuslím.

  2. Fötin

    Ekki fara henda meðgöngu fötunum strax í geymsluna! því eins og kom fram áðan líturðuenn þá út eins og þú sért komin 6 mánuði á leið  og ert ekki að fara passa strax í þröngu gallabuxurnar sem þú ert búin að vera bíða eftir að komast í! Og þegar þú kemst í gallabuxurnar er svo mikið skinn  og maginn svo mjúkur að það leggst yfir buxnastrenginn!

  3. Kúkaði ég á mig?

    Ég talaði ótt og títt um það við ljósmóðurina mína að ég væri mest hrædd við það að kúka á mig. Ég bjóst nú við því að hún myndi koma með einhverja lygi eins og vinkonur mínar ,,nei,nei líkaminn hreinsar sig svo vel(þú færð niðurgang) fyrir fæðingu að það kemur ekkert“…Nei hún sagði mér það að í nánast öllum fæðingum kúkar konan á sig því það er svo mikill þrýstingur en að ég myndi aldrei taka eftir þessu því þær myndu bara taka kúkinn og skeina mér strax!
    Þegar það kom að fæðingunni var þetta reyndar það síðasta sem ég var að hugsa um.

  4. Sársaukinn

    Ég fæ enþá illt þegar ég hugsa um þetta! Fyrst þegar hríðarnar byrja er þetta ekkert svo vont.. allavega í minni reynslu.. svo verður þetta meira og meira og verra og verra! Glaðloftið var besti vinur minn, ég ætlaði ekki að fá mænudeyfingu en djöfull var ég fegin þegar ég fékk morfín sprautuna! Ég hugsaði þá að ég gæti þetta alveg, þetta mun vera ekkert mál! En þegar það var alveg að fara koma að því að ýta grét ég eftir mænudeyfingunni, morfíni eða einhverju verkjastillandi, en þá var það auðvitað orðið allt of seint.
    Gleymirðu sársaukanum strax þegar þú færð barnið í hendurnar? NEI, guð nei!  En það gerist með tímanum. Olla er orðin 10 vikna núna og minningin um sársaukann er alltaf að verða daufari.

  5. Skoða klofið.

    Ég held að á þessum 3 sólarhringum hafi fleiri skoðað og komið við klofið á mér en búa í bænum mínum. Mér fannst ég alltaf vera með fæturna í sundur og þegar ég var að rembast held ég að það hafi 3 eða 4 í einu verið að horfa á vinkonuna.

  6. Sængukvennagrátur

    Vinkona mín sagði mér fyrst frá þessu þegar ég var ólétt, var ekki alveg að trúa henni að þetta væri til, ég hafði bara heyrt um fæðingarþunglyndi. En ég fékk sko að kynnast þessu, ég var grenjandi yfir öllu, hvað hún væri falleg, hvað heimurinn væri ljótur, að ég væri ekki búin að læra festa bílstólinn hennar.
    Silli náði myndbandi af því daginn áður en hann var að fara vinna aftur sem mig langar að sýna ykkur.


Nei þetta er ekkert djók, mér í alvöru leið eins og hann væri að yfirgefa mig og 5 daga gamla barnið okkar því hann var að fara í vinnuna, hahah! Ég grét svo mikið að það endaði á því að hann þurfti að fá að vinna bara hálfan daginn.

  1. Allt í klessu.

    Ég í alvöru hélt það að þegar barnið væri komið væri þetta bara búið, að þá liði mér bara eins og áður en ég varð ólétt! Ó hvað ég hafði rangt fyrir mér! Djöfull var vont að bara setjast upp í rúminu, hvað þá að labba! Það var eins og brjóstin á mér væru að ýta svo fast á rifbeinin að ég ætti erfitt með að anda. Og ástandið þarna niðri? Mér leið eins og allt væri í algeri klessu! Ég hef ekki enn þá þorað að kíkja þarna niður.

  1. Slímtappinn

    Hvernig lítur hann út.. til að vitna í vinkonu mína þegar ég spurði hana að þessu þá er þetta eins og þú hafir snýtt þér hressilega í klósettpappír með kvef. Mjög smekklegt er það ekki? En ekki nóg með það að það komi þarna slím úr píkunni þinni sem minnir á hor þá geturðu misst slímtappann nokkrum sinnum.

  1. Tilfinningin

    Þrátt fyrir að vera ógeðslega sveitt, nýbúin að ýta þessu litla barni sem virtist vera svo ótrúlega stórt á meðan rembingnum stóð yfir, þrátt fyrir allt slímið, blóðið, kúkinn? er þetta svo yndisleg tilfinning, þú varst jú að fá eitt besta hlutverk í heimi, að vera foreldri! Hjartað þitt mun stækka um helming og þú upplifir ást sem þú vissir ekki að væri til!

Hægt er að fylgjast með Sögu á Snapchat: sagaharalds

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Staðfestir að hann sé ekki hættur – Endurkoma á næstunni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.