fbpx
Bleikt

Sigríður leitar að lífsförunaut: „Býður gott líf og hlýtt heimili“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 11:17

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir hóf á dögunum leitina að hinum eina rétta og ákvað hún að notfæra sér mátt Facebook í þeirri von um að finna lífsförunaut sinn.

„Kona á besta aldri leitar að lífsförunaut. Hún er í góðri vinnu, traustu húsnæði á besta stað í bænum og hún býður gott líf og hlýtt heimili,“ svona hefst upphafið á færslu Sigríðar.

„Hún er að leita að þér sem hefur gaman af útivist en langar gönguferðir og fjallgöngur verða reglulegur viðburður. Þú verður samt að hafa gaman að því að kúra í rólegheitum og leika. Maður verður nefnilega gamall þegar maður hættir að leika sér.“

Í samtali við blaðamann segist Sigríður hafa haldið úti aðgangi á Snapchat ásamt síðu á Facebook sem hét Einhleyp á Álftanesi.

Kostur ef hann er í Jóga

Sigríður er sjálf menntaður jógakennari og segir hún að vilji lífsförunautsins til þess að taka þátt í jógaæfingum með henni væri mikill kostur.

„Það myndi skapa geggjaðar instagram myndir.“

Sigríður tekur fram að lífsförunautur hennar mun koma til með að eyða miklum tíma með foreldrum hennar og ættingjum og að mikilvægt sé að hann sé barngóður.

„Félagslyndi og ró eru einnig mikilvæg þar sem þú kemur með mér á skrifstofuna og verður því að kunna að haga þér.“

Að lokum óskar Sigríður eftir því að lífsförunauturinn sé ofnæmisfrír.

„Því spyr ég: Veit einhver um got á næstunni? Poodle eða önnur ofnæmisfrí tegund væri best.“

Aðgangur Sigríðar á Snapchat þar sem hún gerði grín að sjálfri sér fyrir að vera einhleyp var settur upp í góðlátlegu gríni fyrir vini hennar.

„Filterinn sem ég notaði fyrir karakterinn er ekki búinn að vera aðgengilegur á snapchat síðan í desember og því hefur ekkert nýtt komið frá karakternum. Einhleyp á Álftanesi er því búin að fá gott frí þar sem hún gerði grín að þessum hlutum. Með þessum status hélt fólk að ég væri í alvöru alveg hrikalega örvæntingarfull að leita að kærasta en mig langar bara í hund og fannst gaman að setja þetta upp sem smá grín vegna forsögunnar um Einhleypu á Álftanesi.“

 

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?