Bleikt

Bleikt
Föstudagur 20.apríl 2018
Bleikt

„Þú eignast ekki barn fyrir neinn annan en sjálfan þig“

Ritstjórn DV skrifar
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 20:00

„Ég hefði fundið leið, hvort sem það hefði verið á Íslandi eða erlendis. Ég var einfaldlega með löngun í að eignast barn,“ segir Sindri Sindrason dagskrárgerðarmaður en það vakti nokkra athygli árið 2013 þegar hann og eiginmaður hans Albert Leó Haagensen urðu  fyrsta samkynhneigða parið á Íslandi sem ættleiðir barn. Emilía Katrín, dóttir þeirra hafði þá verið hjá þeim í fóstri í rúmlega ár.

Þáttaröðin Fósturbörn í umsjá Sindra fékk góðar viðtökur þegar hún var sýnd á Stöð 2 á seinasta ári en í þáttunum ræddi Sindri við fósturbörn, blóðforeldra þeirra, fósturforeldra og hina ýmsu fagaðila.

Í viðtali sem birtist á vef Gay Iceland kveðst Sindri hafa tekið eftir því við rannsóknarvinnu þáttanna að að mæðrum finnist auðveldari tilhugsun að gefa barnið sitt í fóstur til samkynhneigðra.

„Ég á við, það hlýtur að vera afar erfitt að þurfa setja barnið sitt í fóstur, en þar sem yfirleitt er um að ræða einstæðar mæður, þar sem faðirinn hefur aldrei verið í myndinni, þá gerir það þeim erfitt fyrir að vita af barninu sínu í umsjá annarrar konu. Hins vegar, ef að það eru tveir karlmenn sem sjá um uppeldið þá er minni rígur og engin önnur kona sem barnið mun kalla „mömmu.“  Sú tilhugsun róar þær.

Hann kveðst sjálfur aldrei hafa litið á sig sem tímabundið fósturforeldri. „Þegar ég lít til baka þá sé ég að ég horfðist aldrei í augu við þá staðreynd að ég gæti misst barnið aftur. Ég var líklega í einhvers konar afneitun.“

Hann bætir við að í þáttum sínum hafi hann spurt fósturforeldra að því hvernig þau myndu taka því ef að fósturbarnið þeirra myndi yfirgefa heimilið. Hann segir flesta viðmælendurna hafa haft svör á reiðum höndum en hann sjálfur sem fósturforeldri leiddu aldrei hugann að þessum möguleika.

„Ég var ekki að þessu fyrir barnið, ég var að þessu fyrir sjálfan mig. Ég held að flestir geri það, líka þeir sem eignast börn á náttúrulegan hátt. Þú eignast ekki barn fyrir neinn annan en sjálfan þig, það er frekar mikil sjálfselska. Mig langaði að eiganast barn sjálfs míns vegna, eða okkar vegna.“

Ritstjórn DV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af