fbpx
Bleikt

Ingibjörg Eyfjörð: „Ég bjó mér til samfélagsmiðlakarakter“

Öskubuska
Miðvikudaginn 4. apríl 2018 10:30

… eða svo var mér sagt.
Ég fékk að heyra það fyrir svolitlu síðan að ég málaði mynd af mér á samfélagsmiðlum sem væri ekki raunhæf eða lík mér á nokkurn hátt, komandi frá manneskju sem ég þekki vissi ég að ég ætti ekkert að taka of mikið mark á þessu. En verandi mannleg þá hefur þetta nagað mig, ég hef haft stöðugar áhyggjur af því að fólk sé kannski að misskilja mig, það sem ég segi og það sem ég stend fyrir.

Það er enginn fullkominn

Ég hef frá upphafi lagt mikinn metnað í að skrifa frá hjartanu, skrifa frá öllu því góða og slæma í okkar lífi sem ég hef hug á að deila með umheiminum. Ég hef líka lagt metnað í það að vera hreinskilin, segja frá dögunum þar sem allt er hreint og fínt og ég bakaði 3-falda möffins uppskrift fyrir hádegi og þvoði, þurrkaði og braut saman þvottinn sama dag (okey það gerist aldrei en fyrir pistilinn, ýkjum smá) en segja jafnframt frá því þegar hjartað mitt er það þungt af vanlíðan að það kemst ekki hvatningarlaust fram úr rúminu á morgnana, eða þegar ég enda skælandi með börnunum mínum því þolinmæðina mína þraut og ég hækkaði róminn, eða það sem verra er – sagði eitthvað sem ég sá eftir. Sem gerist oftar en ég kæri mig um að viðurkenna. En ég geri það samt, það er enginn fullkominn.

Glansmynd?

Fólk virðist halda að allt sem maður sýnir á snapchat eða instagram sé það eina sem gerist í lífi manns. Nei, eins og oft áður hefur komið fram hjá held ég flestum snöppurum eða áhrifavöldum þá sjáið þið aðeins það sem við viljum að þið sjáið. Og auðvitað er eitthvað af því það sem kallað er glansmynd, ég t.d. sjálf hef sett inn fínar myndir af part af eldhúsinu mínu þegar hinn helmingurinn er eins og eftir sprengjuárás. Bæði því það lætur mér líða vel og það gefur mér smá metnað í að kannski pæla í því að laga til eða ganga frá eða setja maska framan í mig ef því er að skipta.

Er ekki sama manneskjan

Það er núna rúmlega eitt og hálft ár síðan ég byrjaði að skrifa og hrærast í bloggheiminum. Á þessu eina og hálfa ári sem ég hef bloggað hjá Öskubusku hef ég lært svo mikið um sjálfan mig. Ég er ekki sama manneskjan og ég var, ekki einu sinni næstum því. Ég er hreinskilnari, ég er opnari og umfram allt er ég skilningsríkari og fróðari um hluti sem ég áður skildi ekki.

En það er ekki allt, ég er á sama tíma öruggari í mínu eigin skinni, en samt óöruggari og kvíðnari. Ég hef stöðugar áhyggjur af því að ég sé ekki að gera nóg, sé ekki nógu spennandi, en samt er ég stolt af sjálfri mér og öllu sem ég hef afrekað. Ég er í stöðugri þversögn við sjálfan mig – og það er allt í lagi.

Því eins og allir aðrir, þá er ég bara mannleg og ég nota þetta allt til að drífa mig áfram í að gera það sem ég hef áhuga á og elska.

Öskubuska
Öskubuska.is er eitt af stærri mömmu og lífsstíls bloggum landsins. Þær sem blogga hjá síðunni eru Hildur Ýr, Hildur Hlín, Ingibjörg Eyfjörð, Stefanía Björg, Elísabet Kristín, Selma Sverris og Amanda Cortes. Við erum jafn mismunandi og við erum margar og leggjum mikinn metnað í það að vera með sem fjölbreyttast og oft á tíðum persónulegt efni á síðunni. Þið getið fylgst með okkur á instagram og snapchat undir oskubuska.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?