Bleikt

Bleikt
Föstudagur 20.apríl 2018
Bleikt

Dóttir Jónu varð fyrir slæmu einelti í gegnum smáforritið musical.ly: „Dreptu þig bara“

Aníta Estíva Harðardóttir skrifar
Fimmtudaginn 22. mars 2018 11:25

Dóttir Jónu Margrétar Hauksdóttur varð fyrir slæmu einelti á dögunum í gegnum smáforritið musical.ly. Biður Jóna því alla foreldra um að vera vel vakandi fyrir því hvað börnin þeirra séu að gera í símunum.

Smáforritið musical.ly er samfélag þar sem fólk getur komið saman og deilt stuttum myndböndum. Þar er hægt að bæta við myndum og tónlist við myndböndin og hægt er að deila þeim með öllum þeim sem nota smáforritið.

Ef börnin ykkar eru með þetta app þá langar mig að biðja ykkur foreldrana um að vera mjög vakandi yfir því hvað þau eru að gera þarna inná.

Dóttir Jónu lenti í miður skemmtilegri reynslu á dögunum í gegnum smáforritið.

Það hefur einhver búið til reikning þarna inni á nafni dóttur minnar og nefnt hann „Höttum elini mest“ [Innskot blaðamanns: Hötum Elínu mest]. Síðan eru þau að skrifa við myndbönd hjá henni á mjög hræðilegan hátt. Ég vil bara vara foreldra enn frekar við þessu forriti. Þetta getur haft hræðileg áhrif á börn sem eru viðkvæm fyrir líkt og dóttir mín.

Skilaboð sem dóttir Jónu fékk
Skilaboð sem dóttir Jónu fékk

 

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af