fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Karitas Harpa deilir myndbandi og sýnir konuna á bak við glansmyndina #enginglansmynd

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 26. september 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir tók upp myndband fyrir stuttu og deildi á like-síðu sína á Facebook undir myllumerkinu #enginglansmynd. Með því að taka upp og deila myndbandinu vill hún vekja athygli á því að við erum ekki alltaf upp á okkar besta, við erum ekki alltaf glansmynd og sýna myndina á bak við glansmyndina.

Hopelessly devoted to you

(Mig langaði að syngja, hugsanlega taka eitthvað upp en féllust hendur því ég nennti ekki að mála mig, slétta á mér hárið, finna töff föt osfrv. osfrv. svo hugsaði ég, what the hell og þetta gerðist)Þið finnið mig sennilega ekki mikið berskjaldaðri en þetta. Ómáluð í baðsloppnum eftir sturtu að syngja Grease lög. Ég er ekki mikill aðdáandi glansmynda þó svo ég taki þátt í leiknum eins og flestir á einum tímapunkti eða öðrum en svona er ég, nánast, alveg strípuð. Er stanslaust að reyna að finna leiðir til að stíga út fyrir ramma þægindanna, mér líður ekki alltaf best þar en ég veit að þar gerast töfrarnir. Ég vona að vikan ykkar verði góð og þið finnir líka nýjar leiðir til að ýta ykkur út fyrir þennan ljóta ramma.Smá Karitasarlæti og bloopers í lokin fyrir áhugasama.

Posted by Karitas Harpa on 17. september 2017

„Þetta byrjar í raun á því að klukkan er um 22:00 á laugardagskvöldi, ég var með lítið hljóðkerfi uppsett í herberginu mínu og langaði að syngja, jafnvel taka upp smá brot og deila á like síðuna mína,“ segir Karitas harpa. „En fyrsta hugsun sem kom upp í höfðinu á mér var að ég yrði þá að mála mig, slétta á mér hárið, finna töff föt, það tæki góðan klukkutíma og þá væri klukkan orðin svo margt og svo framvegis og svo framvegis að það tæki því varla.“

Þarna stoppaði Karitas Harpa sjálfa mig og hugsaði, fyrir hvern hún væri þá að gera það, að hafa sig til. „Mig langaði til þess að syngja, af hverju mætti ég ekki bara syngja eins og ég væri klædd (eða í þessu dæmi ekki klædd, bara í baðslopp eftir sturtu). Það stakk mig smá að fyrsta hugsun væri sú að ég yrði að gera mig frambærilegri fyrir þá sem myndu horfa.“

Tók upp myndband af sér eins berskjaldaðri og hún gat

Bara það að Karitas Harpa skyldi hugsa þetta varð til þess að henni fannst hún verða að taka upp myndband af sjálfri sér eins berskjaldaðri og hún í raun gæti, til að ögra þessum hugsunarhætti hjá sjálfri sér.

„Ég tók þetta upp, klippti og beið í sólarhring með að birta því ég var bara svolítið stressuð við það. Meira að segja aðili mér mjög náinn spurði hvort þetta væri nokkuð eitthvað sem ég vildi setja á mína opinberu like-síðu þar sem ég væri að selja ímynd af mér sem söngkonu, hvort þetta væri ekki frekar efni í Snapchat eða álíka. Hún meinti ekkert illt með þessu, ég skildi hvað hún var að fara en það fékk mig ennþá frekar til þess að vilja birta þetta á minni síðu þar sem ég er að vinna hart að því að koma til dyra eins og ég er klædd, vera ég sjálf,“ segir Karitas Harpa.

Fékk fjölda skilaboða í kjölfarið

Eftir að hafa póstað myndbandinu fékk Karitas Harpa skilaboð frá fólki og öðrum sem vildu taka þátt.

„Strax fékk ég falleg skilaboð, skilaboð um að aðrir vildu taka þátt, gera eins, vera með, svo í kjölfarið kom upp myllumerkið #enginglansmynd sem fólk hefur verið duglegt að nota, senda mér á Snapchat, ég opnaði mig síðan eftir það um erfiðleika mína og baráttu til dæmis við átröskun, meðvirkni og hluti sem hafa kannski ekki verið opinberir hjá mér en svo sannarlega hluti af því hver ég er og fannst mér ég því þurfa að opna mig ef ég vildi að aðrir tækju þátt í þessu með mér,“ segir Karitas Harpa.

Aðrir notendur Snapchat hafa síðan tekið þetta málefni fyrir á sínum reikningum og tekið þátt í að dreifa #enginglansmynd. Notendur á Instagram hafa einnit póstað þar, þannig að málefnið hefur fengið betri viðbrögð en Karitas Harpa þorði að vona.

Mikilvægt að sýna hina hliðina á okkur líka, ekki bara glansmyndina

„Glansmyndir eru okkur ekkert nýtt málefni, ég er ekki sú fyrsta sem vekur athygli á því en vonandi ekki sú síðasta heldur. Ég skal vera fyrst til að viðurkenna að ég tek þátt í þeim leik eins og aðrir en það sem mér finnst mikilvægt er að sýna aðrar hliðar líka, allt í góðu að gera sig sæta/n og fína/n, taka myndir en mér finnst það megi ekki gleymast að sýna að stundum er maður ómálaður í baðslopp, stundum er drasl heima hjá manni og stundum líður manni ekki vel og mér finnst mikilvægt að þau málefni séu opin og sú mynd sýnd alveg jafn mikið og fallega glansmyndin.“

Karitas Harpa er með Snapchat og Instagram undir notendanafninu karitasharpa.

Facebooksíða Karitasar Hörpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.