fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

„Fékk vinnu strax eftir námið“ – Hefur þú áhuga á kvikmyndum og SFX förðun?

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 3. maí 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NN Make Up Studio útskrifaði um daginn sinn annan hóp í SFX Special Effects förðunarnámi en NN Studio sérhæfir sig í stuttum förðunarnámskeiðum fyrir einstaklinga og fagfólk. Námskeiðin eru fyrir alla sem áhuga hafa á SFX förðun og vilja kynnast þeim heimi betur. Á námskeiðinu lærðu nemendur hvernig er að vinna við kvikmyndir en þaulreyndir kennara með áralanga reynslu í faginu kenna nemendum og miðla reynslu sinni.

Nemendur læra allt sem viðkemur SFX förðun; sár, ör, zombie, öldrun, frost og bruni, að búa til grímur og aukahluti, skalla og ótal margt fleira. Nemendur fá jafnframt veglegan vörupakka frá Kryolan og þá læra nemar einnig grundvallaratriðin á bak við karakterhönnun og handritagerð.

Tvö helgarnámskeið eru á dagskrá í maí, dagana 13-15.maí og 20-22.maí. Skráning stendur yfir hér á heimasíðunni.

Brunasár í vinnslu
Sigga Rósa kennari sýnir nemendum Flat Mould
Steinunn kennari sýndi hvernig hægt er að gera sár með saumum
Steinunn með sýnikennslu

Kennara skólans eru þaulreyndir en þær Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Steinunn Þórðardóttir eru báðar starfandi í faginu. Steinunn hlaut meðal annars Edduna fyrir förðun og gervi í Málmhaus og vann við myndir eins og Grafir og Bein og Borgríki 2. Sigríður Rósa vann meðal annars til fjölda ári í þjóðleikhúsinu, Latabæ, The Secret Life of Walter Mitty og fleiri verkefni.

Í enda námskeiðs eiga nemendur meðal annars að vera búnir að ná tökum á því að vinna með leikstjórum og tökuliði, vinna samkvæmt handriti, stjórna verkefnum og hafa gott vald á allri almenntir förðun fyrir kvikmyndir.

Nemendur enda námskeiðið á að gera lokaverkefni þar sem þeirra eigin hugmynd að karakter er mynduð í Studio. Arnþór Birkisson ljósmyndari sér um ljósmyndun og eftirvinnslu mynda sem allar hafa sína sögu.

Förðun: Helma Þorsteinsdóttir
Förðun: Helma Þorsteinsdóttir
Förðun: Nenita Aguilar

Umsögn nemanda eftir námskeið

Sunna Björg Birgisdóttir förðunarfræðingur skrifar:

Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á allskonar brelluförðun og var fljót að stökkva til þegar ég sá SFX-námskeiðið hjá NN Studio auglýst. Ég mæli heilshugar með því fyrir alla sem hafa áhuga á förðun. Þetta er frábært tækifæri til að bæta við kunnáttuna og fá innsýn í starf þeirra sem starfa við kvikmyndagerð og í leikhúsi.

Námskeiðið var mun yfirgripsmeira en ég hafði gert mér í hugarlund og algjör forréttindi að fá að læra af þeim sem bestir eru í bransanum. Nemendahópurinn var lítill, kennslan mjög ítarleg og ekki síst vönduð. Virkilega ýtt undir sköpunargleði nemenda og nemendur fá að njóta sín um leið og þeir læra að tileinka sér fagmannlegt handbragð. Svo í ofanálag fékk ég vinnu strax eftir námið við að farða fyrir stuttmynd, sem gefur mér kost á að koma mér á framfæri.

Sunna Björg Birgisdóttir
Förðun: Sunna Björg Birgisdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fundurinn í London gekk ekki vel

Fundurinn í London gekk ekki vel
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Mia Khalifa viðurkennir að hún sé á Ozempic

Mia Khalifa viðurkennir að hún sé á Ozempic
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.