fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Sigga Lena: „Aldrei að gefast upp á draumum þínum, því hver veit…“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 21. apríl 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minningin er sterk, ég var í útilegu með fjölskyldunni og hef sennilega verið svona í kringum 8-10 ára. Við vorum að keyra um landið og ég var mikið að velta því fyrir mér hvað mig langaði til að verða þegar ég yrði stór. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég sagði það upphátt að mig langaði til að verða flugfreyja. Ég man ekki til þess að að þetta hafi komið foreldrum mínum neitt á óvart þar sem flug og allt því tengt hefur ávallt verið mikið í fjölskyldunni minni.

Árin liðu og unglingsárin gengu í garð og var draumurinn ekkert ofalega í mínum huga enda langt í það að hægt væri að gera eitthvað í þeim málum. Árið 2010 bjó ég í Barcelona og þegar kom að því að flytja heim aftur þá fór ég að hugsa um það hvað ég ætti nú að taka mér fyrir hendur, skella mér í skóla eða fara að vinna. Eitt kvöldið var ég að tala við mömmu í gegnum Skype þá segir hún mér frá því að hún hafi séð auglýsingu um flugliðanám sem ætti að hefjast hjá Keili um haustið. Það var þarna sem gamli draumurinn skaut aftur upp kollinum og í framhaldi sótti ég um og komst í flugliðanám hjá þeim.

 

Árið í Keili var sjúklega skemmtilegt, ég lærði helling, eignaðist yndislegar vinkonur og viti menn þarna fann ég það að þessi vettvangur var það sem ég vildi vinna við. Námið var tvær annir og kostaði hellings pening. Einnig var okkur nánast lofað því að það yrði auðvelt í framhaldinu að komast inn hjá flugfélögum þ.e. að þeir myndu leita til þeirra sem væru útskrifaðir frá flugliðabraut Keilis sem var svo sannarlega ekki raunin þegar allt kom til alls.

Reynsluflug hjá Icelandair á vegum Keilis

Þegar ég lauk náminu var ég vongóð um að komast að sem flugliði og byrjaði á því að sækja um hjá Icelandair og komst í próf eins og allir. Eftir smá tíma kom email frá þeim sem hljóðaði: „því miður getum við ekki boðið þér starf að svo stöddu”.

 

Ekkert mál, ég ætlaði sko ekki að láta þetta stoppa mig, sótti um bæði hjá Quatar og Emirates. Ef ég fengi ekki vinnu hérna heima þá færi ég bara út. Það varð ekkert úr því heldur fékk ég bara þessa leiðinlegu emaila sem hljóðuðu allir á sama hátt: „því miður…..”.

Næstu fimm ár sótti ég alltaf um þegar Íslensku flugfélögin óskuðu eftir flugliðum og í öll skiptin fékk ég neitanir. Árið 2015 ákvað ég að það yrði í síðast skiptið sem ég legði þetta á mig að sækja um. Þetta ferli sem fer í gang þegar prófið er og svo biðin svo ég tali nú ekki um þessar endalausu neitanir alltaf. Ég var bara búin að fá nóg og var farinn að efast stórlega um það að þessi draumur minn yrði nokkurn tímann að veruleika.

Ég fékk boðun í próf hjá WOW air í október 2015 og var prófið haldið á sunnudegi og var þetta akkúrat helgin sem ég var búin að plana bústaðarferð með vinkonum mínum. Ég var eiginlega bara núll að nenna þessu að rífa mig upp eldsnemma úr bústaðarferð á sunnudagsmorgni og vita það fyrirfram að ég fengi hvort sem er bara enn eina neitunina. Foreldrar mínir tóku ekki annað í mál en að ég færi í prófið og sögðu við mig „aldrei gefast upp á draumum þínum”. Það þýddi þá ekkert annað en að drífa sig í bæinn og mæta upp í Háslólabíó í próf.

Um jólin fékk ég boð um það að koma til LA um páskana að passa frændur mina í tvær vikur. Ég sagði strax já við því en foreldrar mínir bentu mér á það að þetta gæti akkurat verið sá tími sem námskeiðið hjá Wow air væri ef ég kæmist inn. Ég var í raun, þegar ég hugsa tilbaka, búin að gefa upp alla von og var eiginlega búin að sætta mig við það að þessi draumur minn yrði aldrei að veruleika.

 

Síðan kom dagurinn sem breytti öllum mínum plönum í febrúar 2016. Ég fékk email þar sem stóð: „þér er hér með boðið í viðtal á morgun”. Ég tók andköf!! Er virkilega komið að þessu og það á morgun. Það var frekar erfitt að sofa enda var ég pínu spent og þorði ekki alveg að gera mér einhverjar væntingar. Ég skellti mér í viðtalið daginn eftir og var búin að undirbúa mig eins vel og ég gat. Það gekk ótrúlega vel, var miklu afslappaðra en ég hafði ýmindað mér að það yrði. Tveimur dögum seinna fékk ég síðan aftur email þar sem stóð : „þér er hér með boðið á námskeið” og það stendur vel framyfir páska og þar með var LA fokinn út í veður og vind. Ja hérna hér á ég að þora að leyfa mér að vona að draumurinn verði að lokum að veruleika.

14884475_10153866542481750_5938419384851732489_o (1)16602521_10154115672531750_3761440421384700138_o

Ég sagði ekki nokkrum manni frá þessu nema mínum nánustu þar sem ég var svo hrædd um að þetta myndi ekki ganga.

Ég fékk ráðningu hjá Wow air í júní 2016 og hef verið í fullu starfi hjá þeim síðan. Í dag er ég sennilega í skemmtilegustu vinnu sem ég hef unnið í. Skoða heiminn og kynnist mikið af fólki.

Af hverju er ég að segja þessa sögu mina. Sennilega eingöngu til þess að ítreka það að stundum tekur það langan tíma fyrir drauma að verða að veruleika. Ég var í raun alveg að gefast upp en þá voru það foreldrar mínir sem stöppuðu í mig stálinu og minntu mig á gamla drauminn sem ég átti frá æsku og fyrir það er ég ævinlega þakklát.

Dreams do come true!

Sigga Lena

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.