fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Jonna hvetur til hreyfingar með Facebookhóp – Hluti af lýðheilsuverkefni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 28. nóvember 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jonna Sverrisdóttir.

Ragnheiður J. Sverrisdóttir, eða Jonna eins og hún er alltaf kölluð, stundar diplómanám í lýðheilsu við Háskóla Íslands. Hluti af náminu var verkefni um hvernig mætti nýta samfélagsmiðla til góðs og stofnaði Jonna hóp á Facebook sem hvetur meðlimi til hreyfingar.

„Við áttum að gera heilsueflandi verkefni eða koma umræðu á framfæri á einhverjum samfélagsmiðli, einum eða fleiri. Ég ákvað að búa til hóp á Facebook, þar sem meðlimir eru hvattir til hreyfingar og umfram allt að finna hreyfingu sem hentar þeim og er skemmtileg,“ segir Jonna. Hópurinn heitir því skemmtilega, langa og réttnefnda nafni: Hreyfing er hundlétt og heillandi, ef hún er skemmtileg!

„Þetta er lýðheilsuverkefni sem felst í því að fá fólk til að auka hreyfingu. Öll hreyfing telur en markmiðið er að hreyfa sig eitthvað flesta daga. Ég hvet alla til að taka þátt á sínum forsendum og deila sem víðast og fá sem flesta með okkur.“

Hún gerði meira en að stofna hópinn, því hún tekur líka þátt sjálf. „Ég tek þátt í verkefninu sjálf og nýti mér hvatninguna sem ég fæ úr hópnum, auk þess að hvetja aðra með minni þátttöku.“

„Ég gleymdi hreyfingunni að mestu á meðan ég var að klára MA verkefnið mitt með miður góðum afleiðingum. Regluleg hreyfing dregur mun meira úr stoðkerfisverkjum mínum en nokkur verkjalyf og er tvímælalaust betri kostur. Hreyfing er nauðsynleg fyrir alla, en kyrrsetan er að drepa okkur mörg. Ég stefni því að fara um það bil þrisvar í ræktina í viku og fara svo í göngutúra og hjólatúra eftir aðstæðum hina dagana.“

Hreyfing er mikilvæg fyrir heilsuna

Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan. Of mikil kyrrseta er heilsuspillandi, margir vilja auka hreyfinguna en koma sér ekki í gírinn, mikla það fyrir sér en hreyfingu er hægt að gera skemmtilega og auðvelda með því að bæta hana í smáum skrefum. Það að ganga einn hring í hverfinu er betra en engin hreyfing. Það er gott að stunda fjölbreytta hreyfingu.

„Við vitum það að það er ekki alltaf auðvelt að breyta venju og við vitum líka að prédikun og fortölur og fögur fyrirheit virka ekki heldur. Ég eins og svo margir sofna á verðinum þegar mikið er að gera og oft dettur hreyfingin út. Ég hef setið mikið við ritgerðarskrif og fleira og finn hvað það var ekki góð hugmynd að sleppa hreyfingunni. Afleiðingarnar voru mikil þyngdaraukning og meiri verkir. Besta leiðin min er að fara 3-4 sinnum í viku í tækjasal og æfa í um það til 30 – 40 mínútur. Við það vil ég bæta við göngutúrum, frá 10 – 20 mínútum eða lengur eða hjólatúrum. Um að gera að velja þá hreyfingu sem þér þykir skemmtilegust og aðgengilegust,“ segir Jonna.

Mynd tekin úr hópnum: Gönguhópur frá Heilsucenter í Garðabæ.
Mynd tekin úr hópnum: „Stutt æfing í World lass í dag eftir nokkuð langt hlé! Nú er markmiðið að mæta reglulega 4-5 sinnum í viku.“

Allir velkomnir með, hvar sem þeir búa

Hópurinn stækkar stöðugt og þegar þetta er skrifað telur hann 611 meðlimi og fjölda mynda og færslna. „Ég hef fengið alls konar myndir og umsagnir um hreyfingu, flestar frá Íslandi, en líka erlendis frá eins og til dæmis frá Filippseyjum.

Þrátt fyrir að Jonna hafi skilað inn verkefninu ætlar hún að halda hópnum lifandi áfram. „Þetta er semsagt alvöru lýðheilsuinngrip í mínum huga og mun hvetja mig og aðra til að auka hreyfingu.“

Allir eru velkomnir í hópinn sem finna má hér.

Mynd tekin úr hópnum: „Upphitun á hjóli fyrir lyftingaæfingu.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.