fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025

„Stórkostlegasta ævintýri lífs míns“ segir Joe Manganiello um Ísland

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. nóvember 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jökulsárlón.

Það má vel vera að hann hafi heillað okkur á hvíta tjaldinu með heillandi brosi, magavöðvum og leikhæfileikum, en það var náttúra Íslands sem heillaði leikarann Joe Manganiello í nýlegri ferð hans hingað til lands í byrjun nóvember.

Hvert er ferðinni heitið næst?

„Ég elska náttúruna og það eru fáir staðir í veröldinni sem eru með jafnóspillta náttúru og Ísland. Hann og nokkrir vinir hans héldu hingað til lands og ljóst er af myndum að þeir fóru sannkallaða ævintýraferð um landið. KC Deane, atvinnuskíðamaður og fjallahjólreiðakappi sá um að skipuleggja ferðina og með í för var ljósmyndari DV, Sigtryggur Ari Jóhannsson, sem tók allar myndir ferðarinnar.

Stakkholtsgjá.

„Mig langaði í ævintýri,“ segir Manganiello. „Ég hef aldrei séð neitt líkt Íslandi. Þú lest eitthvað í bókum sem barn og þú heldur að það sé hvergi til nema í huga þínum.“

Manganiello og vinir hans voru hér í viku og þrátt fyrir að hann lýsi ferðinni, eins og áður sagði, sem stórkostlegasta ævintýri lífs síns, setur hann eitt atriði efst á listann. „Þetta byrjaði þannig að við fundum Banksy undir brú rétt hjá svartri sandströnd fullri af ísklumpum sem sólargeislar spegluðust í.“ Síðan klæddi hann sig í galla fyrir 8 kílómetra kajaksiglingu um lón full af ísjökum. Hádegismatur á ströndinni, skoðun á íshelli, hikeferð yfir jökul og „besti fiskur sem ég hef á ævi minni borðað“ sá svo um að gera þann dag að þeim besta að sögn Manganiello.

Bankzy fannst undir brú.
Kajaksigling á Jökulsárlóni.
Ingólfshöfði.
KC Deane og Joe Manganiello.

En hann bætir við: „Grínlaust, hver einasti dagur var ævintýri á borð við þetta.“

Fjallaklifur á fjórða degi reyndist áskorun, þrátt fyrir að Manganiello sé í fantaformi. „Þetta var í góðum halla,“ segir hann. En íslenski lagalistinn, með lögum GusGus, Pantera og Björk, á meðal annarra, sá um að hvetja hann áfram. „Og útsýnið frá toppnum og á ferðinni niður voru þess virði.“

Ísklifur í Vatnajökli.
Landmannalaugar.
Tindafjall.
Í mynni íshellis í Breiðamerkurjökli.
Á hjóli í Eldhrauni.
Í lok fyrsta dags.
Ingólfshöfði.
Ingólfshöfði.

Joe Manganiello er nokkuð vanur því að vera fáklæddur í kvikmyndahlutverkum sínum, en ljóst er að það hefði ekki gengið upp í Íslandsferðinni, í byrjun nóvember….því miður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segist hafa verið niðurlægð af mjög þekktum manni – ,,Hann bað oft um eina mynd í viðbót“

Segist hafa verið niðurlægð af mjög þekktum manni – ,,Hann bað oft um eina mynd í viðbót“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spá fyrir Bestu deildina – 1. sæti: Áhyggjur af miðvarðastöðunni en titillinn áfram í Kópavogi

Spá fyrir Bestu deildina – 1. sæti: Áhyggjur af miðvarðastöðunni en titillinn áfram í Kópavogi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

England: Arsenal mistókst að vinna Everton

England: Arsenal mistókst að vinna Everton

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.